Curriculum Vitae

Ég fæddist í Reykjavík 4. janúar 1947 og ólst upp í Kópavogi þar sem ég sótti barna- og unglingaskóla. Síðan stundaði ég nám við Menntaskólann í Reykjavík, Princeton-háskóla, Háskóla Íslands, Wisconsin-háskóla og Háskólann í Kaupmannahöfn.

Ég lauk doktorsnámi í eðlisfræði frá Háskólanum í Kaupmannahöfn árið 1981. Leiðbeinandi minn var C. J. Pethick.

Ég hef kennt við Menntaskólann í Reykjavík og við Háskóla Íslands þar sem ég er nú prófessor emeritus í stjarneðlisfræði.

Ég hef unnið að rannsóknum við Norrænu stofnunina í kennilegri eðlisfræði (NORDITA) í Kaupmannahöfn, Illinois-háskóla og Raunvísindastofnun Háskólans.

Nánari upplýsingar er að finna hér:
CURRICULUM VITAE


Rannsóknarverkefni

Meðal rannsóknarverkefna minna eru (sjá einnig ResearceGate and GoogleScholar):

Nifteindastjörnur: Segulmagnaðar nifteindastjörnur. Thomas-Fermi aðferðin fyrir efni í segulsviði. Yfirborðslög nifteindastjarna. Sprengistjörnur og innilokun fiseinda.

Glæður gammablossa. Hýsilvetrarbrautir gammablossa.

Heimsfræði: Heimsfastinn. Þróun vetrarbrautahópa. Þyngdarlinsur. Þróun alheimsins. Athuganir í heimsfræði. Örbylgjukliðurinn. Saga og heimspeki heimsfræðinnar.

Saga raunvísinda á Íslandi. Sjá t.d. Brot úr sögu raunvísinda á Íslandi og Saga stjörnufræði og skyldra greina

Nánari upplýsingar er að finna hér:
RITASKRÁ
ERINDI, VEGGSPJÖLD OG ÚTVARPSEFNI: Árin 1977-1998 og frá og með haustinu 1998.